Browse by year:


State Aid

Ríkisaðstoð: Nýjar reglur um byggðaaðstoð

23.10.2013

PR(13)79 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag nýjar leiðbeiningarreglur um byggðaaðstoð.

Ég fagna því að settar hafa verið nýjar leiðbeiningar um byggðaaðstoð til 2020. Þær leggja grunn að tilkynningum íslenskra og norskra stjórnvalda til ESA um ríkisaðstoð er ríkin hyggjast veita. Í framhaldinu mun ESA meta hvort fyrirætlanirnar samrýmast reglunum, sagði Oda Helen Sletnes, forseti ESA, af þessu tilefni.

Dæmi um byggðaaðstoð á Íslandi sem ESA hefur fjallað um eru lög um ívilnanir til nýfjárfestinga og aðstoð hins opinbera til einstakra fjárfestingarverkefna utan þess ramma.

Tilgangur byggðaaðstoðar er að styðja við uppbyggingu og atvinnusköpun á svæðum sem eiga undir högg að sækja. Á Íslandi og í Noregi er það vegna hinna dreifðu byggða. Reglurnar sem settar voru í dag segja til um við hvaða aðstæður hinu opinbera er heimilt að veita aðstoð til nýfjárfestinga á þessum svæðum og til að sporna við fólksfækkun þar.

Reglurnar hafa einnig að geyma ákvæði um það hvernig ríki geta dregið upp svokölluð byggðakort. Byggðakort segja fyrir um hvar mögulegt er að veita byggðaaðstoð og hversu hátt hlutfall af heildarfjárfestingu aðstoð má vera.  

Mikilvægir þættir í nýju reglunum eru:

  • Þrengdar hafa verið heimildir til að veita ríkisaðstoð til stórra fyrirtækja. Rannsóknir sýna að ákvarðanir stórra fyrirtækja um á hvaða svæði þau fjárfesta byggja ekki á hvaða ríkisaðstoð þau fá. Þó verður heimilt að veita aðstoð til stórra fyrirtækja sem setja upp nýja starfsemi eða fjölbreytni þeirrar sem fyrir er.
  • Aukins gagnsæis er nú krafist og hinu opinbera verður nú skylt að gera birta á miðlægri vefsíðu upplýsingar um ríkisstyrkina þ.m.t. fjárhæð og hlutfall af heildarfjárfesingu fyrir hvern móttakanda. Engar undanþágur frá upplýsingaskyldunni verða heimilar.

Alla ríkisaðstoð þarf að tilkynna fyrirfram til ESA og óheimilt er að veita hana nema að undangengnu formlegu samþykki stofnunarinnar.

Ísland og Noregur munu þurfa að laga allar áætlanir sínar um byggðaaðstoð að nýju reglunum fyrir gildistöku þeirra á næsta ári.

Reglurnar taka gildi 1. júlí 2014 en núgildandi reglur hafa verið framlengdar þangað til. Nýju reglurnar eru sambærilegar þeim er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti í júní sl. Er þetta mikilvægt skref í þeirri heildarendurskoðun ríkisaðstoðarreglna sem nú fer fram.

 

Frekari upplýsingar veitir:

Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi ESA
sími (+32)2 286 18 66
farsími (+32)492 900 187

 
Other EEA Institutions


imgbanner3
This website is built with Eplica CMS