Browse by year:


State Aid

Ríkisaðstoð: Fjármögnun ljósleiðarakerfis í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í samræmi við EES reglur

13.11.2013

PR(13)82 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komst í dag að þeirri niðurstöðu að fjármögnun lagningar og reksturs ljósleiðara af hálfu sveitarfélagsins Skeiða- og Gnúpverjahrepps fæli í sér ríkisaðstoð sem samræmdist EES samningnum. 

Eftir að hafa kynnt sér verkefnið komst ESA að þeirri niðurstöðu að það væri til þess fallið að auka samkeppnishæfni þessa dreifbýla svæðis og að ekki hefðu verið líkur á að fjárfest yrði í slíkum háhraðanettengingum í sveitarfélaginu á markaðsforsendum í náinni framtíð. Þar að auki hafði verkefnið það í för með sér að stórauka framboð á hágæða fjarskiptaþjónustu fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu. 

“Þegar almannafé er nýtt til að fjármagna framkvæmdir á borð við þessa er mikilvægt að ganga úr skugga um að virk samkeppni geti þrifist innan kerfisins. Með því er tryggt að íbúar og fyrirtæki njóti stöðugt batnandi fjarskiptaþjónustu á samkeppnishæfum kjörum.”, segir Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA.

Árið 2012 ákvað sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að fjármagana uppbyggingu ljósleiðarakerfis í sveitafélaginu. Tvenn útboð voru haldin varðandi uppbyggingu ljósleiðarakerfisins og sveitstjórn stofnaði sérstakt félag til að sjá um rekstur kerfisins. Allir þjónustuaðilar sem þess óska geta fengið heildsöluaðgang að kerfinu á jöfnun kjörum.

ESA hefur haft málið til athugunar í kjölfar þess að stofnuninni barst kvörtun í lok árs 2012. Frumrannsókn stofnunarinnar hefur leitt í ljós að skipulag kerfisins og tilhögunin varðandi heildsöluaðgang þjónustuaðila gera það að verkum að röskun á samkeppni vegna íhlutunar sveitafélagsins er haldið í lágmarki.    

 

Ákvörðunin verður innan skamms birt á vefsíðu ESA.

 

Frekari upplýsingar veitir:

Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi ESA
sími (+32)2 286 18 66
farsími (+32)492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS