Browse by year:


State Aid

Ríkisaðstoð: ESA samþykkir fjármögnun á starfsemi Hörpu

11.12.2013

PR(13)87 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komst í dag að þeirri niðurstöðu að fjármögnun á starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu fæli í sér ríkisaðstoð sem þó samræmdist EES samningnum. ESA hefur haft málið til athugunar frá því síðla árs 2011 þegar stofnuninni barst kvörtun frá  samkeppnisaðila.

Harpa er að fullu í eigu íslenska ríkisins (54%) og Reykjavíkurborgar (46%). Frá opnun Hörpu hefur verið hallarekstur af starfseminni og hafa eigendurnir því þurft að leggja til aukafjármagn til að standa undir rekstrinum.

“ESA getur samþykkt ríkisaðstoð til Hörpu þar sem hún hefur menningarlegt hlutverk. Það gleður mig að íslensk stjórnvöld hafi innleitt ráðstafanir til að tryggja að umrædd ríkisaðstoð sé ekki nýtt til að niðurgreiða starfsemi í samkeppnisrekstri, ráðstafanirnar fela í sér að bókhaldslegur aðskilnaður er nú á milli menningar- og ráðstefnu starfsemi Hörpu.” segir Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA.

Ríkisaðstoð til að efla menningu
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa var opnað árið 2011. Byggingin er kennileiti í miðbæ Reykjavíkur sem hýsir ýmsa starfsemi svo sem Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperuna auk þess sem þar eru haldnir popp- og rokktónleikar íslenskra og erlendra tónlistarmanna.

Þar að auki er Hörpu ætlað að hýsa ýmis konar ráðstefnur, fundi og samkomur, þar sem saman koma bæði íslenskir og erlendir hópar, og styrkja þar með stöðu Íslands sem miðstöðvar fyrir alþjóðlegar ráðstefnur. Með tilkomu Hörpu býðst Íslendingum aðstaða sem ekki var til staðar á Íslandi áður. Byggingin hefur unnið til ýmiskonar alþjóðlegra verðlauna fyrir byggingarlist, ráðstefnu- og tónleikaaðstöðu.

Önnur starfsemi, svo sem veisluþjónusta, rekstur veitingastaða og verslana er í höndum einkaaðila sem leigja aðstöðu í húsinu á grundvelli útboðs.

Fyrr á þessu ári komst ESA að þeirri bráðabirgðaniðurstöðufjármögnun Hörpu fæli í sér ríkisaðstoð í skilningi EES samningsins. Stofnunin leit svo á að aðstoðin gæti verið réttlætanleg sem aðstoð til að efla menningu. Hins vegar þyrftu íslensk stjórnvöld að grípa til ráðstafana til að tryggja að opinbert fé ætlað til menningarstarfsemi væri ekki nýtt til að niðurgreiða starfsemi í samkeppnisrekstri.

Bókhaldslegur aðskilnaður og kostnaðargreining
Í kjölfar ákvörðunar ESA hafa eigendur Hörpu aðskilið rekstrarbókhald hennar og innleitt nýjar aðferðir við kostnaðar- og tekjugreiningu. Bókhald vegna menningarstarfsemi Hörpu er nú aðskilið frá ráðstefnustarfsemi og öðrum samkeppnisrekstri.

Íslensk stjórnvöld hafa jafnframt gengið úr skugga um að ráðstefnudeild Hörpu greiði sinn hluta af sameiginlegum rekstrarkostnaði byggingarinnar og greiði leigu á markaðskjörum fyrir skrifstofurými og aðra aðstöðu. Samkvæmt bráðabirgðar ársreikningi fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir að ráðstefnudeildin skili minniháttar hagnaði og áætlanir eiganda gera ráð fyrir að arðsemi ráðstefnurekstrarins muni aukast á næstu árum.

Með hliðsjón af framangreindu komst ESA að þeirri niðurstöðu að fjármögnun á starfsemi Hörpu samræmdist ríkisstyrkjareglum EES samningsins.

 

Opinber útgáfa ákvörðunar ESA frá því í dag verður birt á vefsíðu stofnunarinnar, að öllu jöfnu innan eins mánaðar.

 

Feekari upplýsingar veitir:

Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími. (+32)(0)2 286 18 66
Farsími. (+32)(0)492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS