Browse by year:


State Aid

Samanburðarskýrsla ESA um ríkisaðstoð: Stefnt að skilvirkari útgjöldum

26.2.2014

PR(14)08 - Icelandic version

Útgjöld vegna ríkisaðstoðar EFTA-ríkjanna hafa því sem næst staðið í stað á milli ára. Ríkisaðstoð sem ekki er atvinnugreinabundin fer enn vaxandi og má sérstaklega nefna aukningu ríkisstyrkja til rannsókna, þróunar og nýsköpunar sem og til byggðarþróunar.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í samanburðarskýrslu Eftirlitssofnunar EFTA (ESA) fyrir árið 2012 um þróun útgjalda til ríkisaðstoðar í EFTA-ríkjunum. Skýrslan var birt í dag.

Ríkisaðstoð er aðstoð sem hið opinbera veitir atvinnulífinu. Skýrslan sýnir þróun  ríkisaðstoðar í EFTA-ríkjunum á ákveðnu tímabili og útgjöld vegna hennar.

,,Að undanskilinni sérstakri aðstoð vegna efnahagshrunsins þá er meira en 90% af ríkisaðstoð EFTA-ríkjanna síðastliðin tvö ár varið til aðstoðar sem nýtist atvinnulífinu almennt. Þetta endurspeglar viðleitni ESA til að stuðla að betri nýtingu fjármuna. Í kjölfar efnahagshrunsins er brýnna en nokkru sinni að einbeita sér að verkefnum sem stuðla að almennum og sjálfbærum vexti.” segir Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA.

Ríkisaðstoð á Íslandi jókst á árinu 2012 og fóru útgjöldin úr 31 milljón evra árið 2011 í 107 milljónir evra árið 2012. Má fyrst og fremst rekja það til ríkisaðstoðar vegna fjármálakreppunar (eiginfjárframlag til Íbúðalánasjóðs). Ríkisaðstoð vegna fjármálakreppunar var engu að síður mun minni  árið 2012 en þegar fjármálakreppan á Íslandi var í hámarki. Ríkisaðstoð til stuðnings ákveðnum atvinnugreinum féll að öðru leyti niður á árinu 2012, en lítils háttar aukning varð í ríkisaðstoð vegna rannsókna og þróunar sem og til byggðamála.

Noregur jók útgjöld til ríkisaðstoðar úr 2 787 milljónum evra árið 2011 í um 2 925 milljónir evra árið 2012. Sérstök aukning varð í útgjöldum til byggðamála og vegna rannsókna og þróunar. Sú aukning vó þyngra en minni háttar samdráttur í ríkisaðstoð vegna umhverfisverndar og orkusparnaðar sem ennþá skipa þó veigamikinn sess í útgjöldum Noregs til ríkisaðstoðar.

Liechtenstein veitir eins og endranær einungis ríkisaðstoð til að efla menningu. Útgjöld til ríkisaðstoðar þar lækkuðu í svissneskum frönkum talið en vegna gengisþróunar hækkuðu þau lítillega  þegar mælt er í evrum.


Útgjöld til ríkisaðstoðar í EFTA ríkjunum. Fjárphæðir í miljónum evra á núvirði: 

  Ísland Noregur Liechtenstein
  2011 2012 2011 2012 2011 2012
Ríkisaðstoð alls 30.54 107.06 2786.88 2924.83 1.49 1.50
Lárétt aðstoð
Rannsókn, þróun og nýsköpun 12.25 14.85 380.86 436.90 - -
Byggðarþróun 6.56 7.21 915.40 991.50 - -
Umhverfisvernd og  orkusparnaður - - 1019.19 986.12 - -
Lítil og meðalstór fyrirtæki - - 18.08 19.42 - -
Atvinna 0.87 0.43 100.30 60.51 - -
Annars konar lárett markmið 1.95 3.69 124.16 183.19 1.49 1.50
Svæðisaðstoð
Aðstoð v/ fjármálakreppu 4.15 80.88 - - - -
Aðstoð við samgöngur - - 228.89 247.20 - -
Annars konar svæðisaðstoð 4.76 - - - - -

Samanburður við aðildaríki Evrópusambandsins (ESB) sýnir að útgjöld til ríkisaðstoðar í Noregi (0.69% af vergri landsframleiðslu, VLF) eru yfir meðaltali Evrópusambandsríkja vegna ársins 2012 (0.52% af VLF). Munurinn hefur þó minnkað síðan 2011. Útgjöld til ríkisaðstoðar á Íslandi (0.25% VLF) haldast talsvert undir meðaltali ESB-ríkjanna og útgjöld Liechtenstein eru hlutfallslega lægst allra EES-ríkja 2012 (0.03% VLF). Samanburður á aðstoð vegna fjármálakreppunar er vandkvæðum bundinn og því er sá liður ekki með í samanburðinum.

Fimm málum varðandi endurheimtu EFTA-ríkjanna á ólögmætri ríkisaðstoð lauk á árinu 2012 sem er framför frá fyrri árum.

Hægt er að sjá samanburðarskýrsluna fyrir 2012 í heild sinni hér

 

Frekari upplýsingar veitir:

Mr. Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími: (+32)(0)2 286 18 66
Farsími: (+32)(0)492 900 187

 
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS