Browse by year:


State Aid

Rammasamningar íslenskra stjórnvalda við Icelandair um kaup á flugsætum til og frá Íslandi fólu ekki í sér ríkisaðstoð

9.7.2014

PR(14)46 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komst í dag að þeirri niðurstöðu að kaup íslenskra stjórnvalda á flugmiðum á grundvelli rammasamninga við Icelandair fælu ekki í sér ríkisaðstoð í skilningi EES-samningsins. ESA hefur haft málið til athugunar í kjölfar kvörtunar sem barst stofnuninni síðla árs 2012. 

Stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkisins keyptu á grundvelli rammasamningana flugmiða af Icelandair. Flugmiðarnir voru keyptir á sömu kjörum og með sömu skilmálum og buðust öðrum stórum viðskiptavinum Icelandair. Ekki verður annað séð en að rammasamningar íslenska ríkisins við Icelandair hafi verið eðlilegir viðskiptagerningar á markaðsforsendum sem fólu ekki í sér ívilnun til handa Icelandair. Þar af leiðandi fólu umræddir samningar ekki í sér ríkisaðstoð.

ESA komst einnig að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til að rannsaka meinta mismunun Flugmálastjórnar Íslands við afgreiðslu á flugréttindum Samgönguráðuneytið hafði fellt ákvörðun Flugmálastjórnar úr gildi og Samkeppniseftirlitð hafði auk þess tekið á málinu með fullnægjandi hætti.  

Opinber útgáfa ákvörðunar ESA frá því í dag verður birt á vefsíðu stofnunarinnar, að öðru jöfnu innan eins mánaðar. 

 

Frekari upplýsingar veitir:

Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími. (+32)(0)2 286 18 66
Farsími. (+32)(0)492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS