Browse by year:


State Aid

Ríkisaðstoð: Rannsókn hafin á hugsanlegri ríkisaðstoð í tengslum við samning um leigu á ljósleiðara á Íslandi

16.7.2014

PR(14)49 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á hugsanlegri ríkisaðstoð í tengslum við samning er varðar leigu á ljósleiðara sem áður var í umsjá NATO. 

Í apríl 2008 efndu Ríkiskaup fyrir hönd utanríkisráðuneytisins til úboðs á afnotum af tveimur af þremur ljósleiðurum NATO. Markmið útboðsins voru að draga úr kostnaði ríkisins af rekstri ljósleiðaranna, auka aðgang almennings að bandvídd og auka samkeppni á fjarskiptamarkaði. Í febrúar 2010 undirritaði Varnamálastofnun leigusamnig við Og fjarskipti ehf. (Vodafone) um afnot af einum ljósleiðara.

ESA hóf frumrannsókn á málinu haustið 2010 eftir að kvörtun barst frá samkeppnisaðila. Í nóvember 2012 komst ESA að þeirri niðurstöðu að leigusamningurinn, sem gerður var á grundvelli almenns útboðs, fæli ekki í sér ríkisaðstoð í skilningi EES-samningsins. Umræddri ákvörðun ESA var síðar skotið til EFTA-dómstólsins sem felldi hana úr gildi með dómi í janúar 2014.

ESA hefur nú komist að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að leigusamningurinn við Vodafone kunni að fela í sér ríkisaðstoð. Hefur ESA efasemdir um að útboðsferlið hafi tryggt að markaðsverð sé greitt fyrir leigu ljósleiðarans. Þar sem hver kyns ívilnun af hálfu stjórnvalda kann að hafa áhrif á samkeppni myndi afsláttur af leiguverði, ef einhver var veittur, teljast ríkisaðstoð.

Ákvörðunin í dag felur ekki í sér endanlega niðurstöðu í málinu og gæti ESA að lokinni rannsókn komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé um að ræða ríkisaðstoð eða að ríkisaðstoðin sé í samræmi við EES samninginn að hluta eða öllu leyti.

ESA kallar nú eftir athugasemdum og upplýsingum frá íslenskum yfirvöldum. Jafnframt kallar stofnunin eftir athugasemdum frá þeim aðilum sem telja sig eiga hagsmuna að gæta.

Ákvörðunin um að hefja rannsókn verður innan skamms birt á vefsíðu ESA.

 

Frekari upplýsingar veitir:

Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími. (+32)(0)2 286 18 66
Farsími. (+32)(0)492 900 187

 
Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS