Browse by year:


State Aid

Ríkisaðstoð: Breytingar á starfsemi Íbúðalánasjóðs samþykktar

16.7.2014

PR(14)50 - Icelandic version

Í kjölfar tilmæla frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafa íslensk stjórnvöld fallist á að breyta reglum um starfsemi Íbúðalánasjóðs. ESA hefur því ákveðið að ljúka rannsókn sinni á málefnum Íbúðalánasjóðs. 

ESA fagnar því að íslensk stjórnvöld hafi fallist á að gera veigamiklar breytingar á starfsemi Íbúðalánasjóðs til að tryggja að hún samræmist ríkisstyrkjareglum EES-samningsins. segir Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA.

Eftir að umræddar breytingar taka gildi mun starfsemi Íbúðalánasjóðs vera háð ákveðnum takmörkunum. Þar ber helst að nefna að lán Íbúðalánasjóðs munu að hámarki nema 24 milljónum króna jafnframt því sem hlutfall lána af verðmæti eigna skal að lágmarki vera 60% og að hámarki 80%. Af þessu leiðir að hámarksverðmæti eigna sem lánað verður út á mun verða 40 milljónir króna. Þessar takmarkanir verða háðar árlegri endurskoðun. Þar að auki munu leigufélög þurfa að uppfylla ákveðin félagsleg skilyrði til að standast lánshæfismat sjóðsins.  

ESA fagnar því jafnframt að íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að Íbúðalánasjóður muni héðan í frá aðeins sinna starfsemi tengdri almannaþjónustu. Þá hafa þau staðfest að ríkisborgurum EES-ríkja er ekki mismunað í lánafyrirgreiðslu Íbúðalánasjóðs.

Þar sem íslensk stjórnvöld hafa formlega samþykkt tilögur ESA eru þau lagalega skuldbundin til að innleiða umræddar breytingar á regluverki Íbúðalánasjóðs að fullu.

Samhliða áðurnefndri ákvörðun hefur ESA einnig ákveðið að ljúka rannsókn sinni á endurfjármögnun Íbúðalánasjóðs, en hún var samþykkt með fyrirvara árið 2011 til að fyrirbyggja áföll sem vofðu yfir Íbúðalánasjóði og haft hefðu neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Íslensk stjórnvöld hafa nú sýnt fram á að umrætt framlag ríkisins til sjóðsins fellur innan kerfis viðvarandi aðstoðar. Því hafi þeim ekki borið að tilkynna ráðstöfuninna til ESA og hafa því dregið tilkynninguna til baka. Á þeim grunni hefur ESA nú lokið meðferð málsins.

Ákvörðunin frá því í dag verður innan skamms birt á vefsíðu ESA.

 

Önnur gögn er málið varða:

 

Frekari upplýsingar veitir:

Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími. (+32)(0)2 286 18 66
Farsími. (+32)(0)492 900 187

 
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS