Browse by year:


State Aid

Ríkisaðstoð: Sala og flutningur raforku til PCC á Bakka gæti falið í sér ríkisaðstoð

10.12.2014

PR(14)69 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á samningum Landsvirkjunar og Landsnets við PCC vegna fyrirhugaðrar kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík.

ESA hefur efasemdir um að væntar tekjur af orkusölu til PCC á Bakka samkvæmt orkusölusamningi frá 17. mars 2014 séu nægar miðað við áætlaðan kostnað við Þeistareykjavirkjun. Til stendur að reisa 45 megawatta virkjun til að sjá PCC fyrir  orku.

Þá telur ESA miðað við fyrirliggjandi gögn vafa geta leikið á því hvort nærri 5 milljarða króna fjárfesting sem nauðsynleg er til að tengja verksmiðju PCC og virkjunina við flutningskerf Landsnets kunni að fela í sér ívilnun til handa PCC sem fjármöguð er af auknum kostnaði þeirra notenda sem fyrir eru.

ESA er því skylt að hefja formlega rannsókn. Miðar rannsóknin að því að upplýsa þessi atriði en á þessu stigi hefur engin endanleg ákvörðun verið tekin í málinu.

Þegar við erum í vafa, eigum við þann kost einan að hefja formlega rannsókn á máli, til þess að skera úr um hvort í raun sé um ríkisaðstoð að ræða. Ákvörðunin nú er ekki endanleg, heldur gefur rannsóknin íslenskum yfirvöldum færi á að setja fram gögn til stuðnings því að ekki sé um ríkisaðstoð að ræða, “ segir Oda Helen Sletnes, forseti ESA.

Í mars 2014 heimilaði ESA ríkisaðstoð til PCC í formi skattaívilnana og styrks til uppbyggingar frá íslenska ríkinu og sveitarfélaginu Norðurþingi. Einnig heimilaði ESA aðstoð við uppbyggingu innviða í höfninni á Húsavík í tengslum við fyrirhugaða iðnaðaruppbyggingu á Bakka. Íslensk yfirvöld tilkynntu síðan orkusamning við PCC í apríl 2014. Þau telja að ekki felist í honum ríkisaðstoð.

Íslenskum yfirvöldum og þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta verður gefinn kostur á að senda inn athugasemdir við bráðabirgðaákvörðun ESA áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Ákvörðun ESA frá í dag verður birt á heimasíðu stofnunarinnar og í stjórnartíðindum ESB þegar hugsanlegar trúnaðarupplýsingar hafa verið afmáðar í samráði við íslensk stjórnvöld.

 

Nánari upplýsingar:

 

Frekari upplýsingar veitir:

Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
sími +32 2 286 18 66
farsími +32 492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS