Browse by year:


State Aid

Samanburðarskýrsla ESA um ríkisaðstoð í EFTA-ríkjunum: útgjöld á árinu 2013 ívið lægri en árið áður

17.3.2015

PR(15)10 - Icelandic version

Dregið hefur úr útgjöldum allra EFTA-ríkjanna vegna ríkisaðstoðar á árinu 2013 miðað við árið áður. Þegar litið er til heildarútgjalda EFTA-ríkjanna var aðstoð til byggðaþróunar stærsti hluti veittrar aðstoðar, en þar á eftir kom aðstoð til umhverfisverndar og orkusparnaðar. Ríkisaðstoð veitt til stuðnings ákveðinna atvinnugreina var óveruleg og undir einu prósenti heildarútgjalda.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í samanburðarskýrslu Eftirlitssofnunar EFTA fyrir árið 2013 um þróun útgjalda vegna ríkisaðstoðar í EFTA-ríkjunum sem aðild eiga að EES-samningnum (Ísland, Liechtenstein og Noregur). Skýrslan var birt í dag.

Ríkisaðstoð er aðstoð sem hið opinbera veitir atvinnulífinu og er veitt með ýmsum hætti. Skýrslan, sem birt er árlega, er mælitæki sem notað er til að meta þróun ríkisaðstoðar í EFTA-ríkjunum og almennt á Evrópska efnahagssvæðinu.

Samanburðarskýrslan inniheldur upplýsingar um útgjöld EFTA-ríkjanna til ríkisaðstoðar fyrir 1. janúar 2014. Rannsóknin grundvallast á gögnum úr skýrslum sem EFTA-ríkin senda Eftirlitsstofnun EFTA árlega. Útgjöld sem skýrslan tekur til ná til allra yfirstandandi aðstoðarkerfa, þ.e. aðstoðar sem ESA hefur samþykkt sem og til aðstoðarkerfa sem enn eru í gildi og voru til staðar þegar EES-samningurinn öðlaðist gildi í ársbyrjun 1994. Þá tekur rannsóknin til aðstoðar sem fellur undir Reglugerðina um almenna hópundanþágu (GBER). Útgjöld vegna aðstoðar sem enn er til rannsóknar eru hins vegar ekki innifalin.

Útgjöld EFTA-ríkjanna vegna ríkisaðstoðar eru með ólíkum hætti en eiga það sammerkt að meirihluta þeirra er ætlað að nýtast atvinnulífinu almennt en er ekki bundinn við tilteknar atvinnugreinar. EFTA-ríkin geta því nýtt sér tækifæri til þess að aðlaga aðstoðarkerfi sín á þann hátt að aukinn hluti þeirra falli undir Reglugerðina um almenna hópundanþágu.

Ísland dró úr útgjöldum vegna ríkisaðstoðar, en það stafar að mestu leyti af miklum samdrætti ríkisaðstoðar vegna fjármálakreppunnar. Ísland hefur hins vegar aukið aðstoð til rannsókna, þróunar og nýsköpunar sem og til menningarmála.

Fyrir utan aðstoð vegna fjármálakreppunnar veitti Ísland að mestum hluta aðstoð til rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Samanburður við ríki Evrópusambandsins sýnir að hlutfall ríkisaðstoðar Íslands af landsframleiðslu er fremur lágt og talsvert undir meðaltali ESB-ríkja.

Noregur dró úr útgjöldum til ríkisaðstoðar sem einkum má rekja til samdráttar í aðstoð til umhverfisverndar og orkusparnaðar sem og til byggðaþróunar. Þessi samdráttur vó þyngra en sú smávægilega aukning sem varð vegna aðstoðar til rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Stærsti hluti aðstoðar Noregs var veittur til byggðaþróunar og umhverfismarkmiða.

Noregur hefur, allt til ársloka 2013, verið eina EFTA-ríkið sem veitt hefur aðstoð á grundvelli Reglugerðinnar um almenna hópundanþágu. Hefur Noregur í vaxandi mæli nýtt sér hópundanþáguna og nam hlutfall slíkrar aðstoðar af heildaraðstoð 21% á árinu 2013.

Ríkisaðstoð Noregs sem hlutfall af landsframleiðslu er fremur há og talsvert yfir meðaltali ESB-ríkja.

Liechtenstein veitti einungis aðstoð til verkefna er varða menningu og þjóðararf árið 2013, en útgjöld drógust saman í samanburði við árið áður. Hlutfall ríkisaðstoðar af landsframleiðslu var lægst allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu.

Útgjöld til ríkisaðstoðar í EFTA-ríkjunum. Fjárhæðir í milljónum evra á föstu verðlagi árið 2013: 

EFTA RÍKI 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Ísland 27.95 854.56 2,104.96 359.48 33.71 120.48 70.12
Liechtenstein 0.88 1.10 1.19 1.33 1.48 1.50 1.49
Noregur 2,132.10 2,390.04 3,014.31 2,688.94 2,853.41 3,149.34 2,970.03

Ríkisaðstoð alls –

EFTA ríki

2,160.93 3,245.70 5,120.46 3,049.75 2,888.60 3,271.32 3,041.65
Ísland – aðstoð v. fjármálakreppu - 834.18 2,078.11 332.60 4.58 84.22 27.71

 

Ísland – f. utan aðstoð vegna fjármálakreppu

27.95 20.38 26.85 26.88 29.13 36.25 42.41
Noregur  - aðstoð við samgöngur 597.08 554.93 488.57 228.11 234.35 401.99 401.16
Noregur – f. utan aðstoð við samgöngur 1,535.02 1,835.11 2,525.74 2,460.83 2,619.06 2,747.35 2,568.87

Hægt er að sjá samanburðarskýrsluna fyrir 2013 í heild sinni hér


Nánari upplýsingar veitir: 

Mr. Andreas Kjeldsberg Pihl
Press & Information Officer
tel. (+32)(0)2 286 18 66
mob. (+32)(0)492 900 187

Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS