Browse by year:


State Aid

Ríkisaðstoð: Sala og flutningur raforku til kísilvers í Helguvík felur ekki í sér ríkisaðstoð

25.3.2015

PR(15)12 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur í dag komist að þeirri niðurstöðu að samningar United Silicon við Landsvirkjun um kaup raforku annars vegar og við Landsnet um flutning raforku hins vegar, feli ekki í sér ríkisaðstoð.

Íslensk stjórnvöld tilkynntu ESA samning um sölu raforku til kísilvers United Silicon í Helguvík. Í framhaldi af því lagði ESA mat á samninga Landsvirkjunar og Landsnets við United Silicon um sölu og flutning raforku.

Að mati ESA er samningur Landsvirkjunar um sölu raforku gerður á markaðskjörum og felur þar af leiðandi ekki í sér ríkisaðstoð. Raforkan mun eingöngu koma frá núverandi orkuframleiðslukerfi Landsvirkjunar og raforkuverð samkvæmt samningnum er hærra en meðalframleiðslukostnaður Landsvirkjunar. 

Þá telur ESA samning Landsnets um flutning raforku, þ.e. hvað varðar kerfisframlag og niðurspenningu, ekki fela í sér ríkisaðstoð. United Silicon mun ekki fá undanþágur frá gjöldum sem fyrirtækinu ber að standa skil á. Öll gjöld eru reiknuð samkvæmt gildandi reglum á Íslandi og telur ESA því að ekki sé um ríkisaðstoð að ræða.   


Opinber útgáfa ákvörðunar ESA verður birt á vefsíðu stofnunarinnar, væntanlega innan eins mánaðar.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími (+32)(0)2 286 18 66
Farsími (+32)(0)492 900 187

Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS