Browse by year:


State Aid

Ríkisaðstoð: Sala raforku til kísilvers í Helguvík felur ekki í sér ríkisaðstoð

20.6.2016

PR(16)28 – Icelandic version

EN  | IS

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að samningur Thorsil við Landsvirkjun um kaup á raforku feli ekki í sér ríkisaðstoð.

Íslensk stjórnvöld tilkynntu til ESA samning um sölu raforku til kísilvers Thorsil í Helguvík í Reykjanesbæ. ESA lagði í framhaldinu mat á samning Landsvirkjunar og Thorsil um sölu raforku og kynnti sér arðsemisútreikninga sem Landsvirkjun og Thorsil lögðu til grundvallar á þeim tíma sem samningurinn var gerður.

Að mati ESA er samningurinn gerður á markaðskjörum og felur þar af leiðandi ekki í sér ríkisaðstoð. Landsvirkjun lagði fram yfirgripsmikil gögn sem sýna, að mati Eftirlitsstofnunarinnar, að samningurinn um kaup á raforku er arðsamur og skilmálar hans slíkir að einkarekið fyrirtæki myndi samþykkja hann við sambærilegar aðstæður.

Opinber útgáfa ákvörðunarinnar verður birt á vefsíðu ESA, væntanlega innan eins mánaðar.


Nánari upplýsingar veitir:

Ásdís Ólafsdóttir
Upplýsingafulltrúi
Sími. (+32)(0)2 286 18 97
Farsími. (+32)(0)490 57 63 49
Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS