Browse by year:


State Aid

Ríkisaðstoð: Ísland heldur áfram að auka ríkisstyrki til nýsköpunar, þróunar og rannsóknarverkefna

21.2.2018

PR(18)05 – Icelandic version

EN  | NO  | IS |  DE 

Árið 2016 jukust útgjöld Íslands til ríkisaðstoðar um 18% frá árinu á undan. Alls nam ríkisaðstoðin 10,3 milljörðum íslenskra króna. Ríkisaðstoð til nýsköpunar, þróunar og rannsóknarverkefna jókst sérstaklega.

Page-5Þetta kemur fram í nýrri samanburðarskýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem birt var í dag. Skýrslan fer yfir ríkisaðstoð sem veitt var í EES EFTA-ríkjunum (Íslandi, Liechtenstein og Noregi) til ársloka 2016.

Aukningu ársins 2016 má helst rekja til ríkisaðstoðar sem Ísland veitti til verkefna á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar, sem saman nema 59% allrar ríkisaðstoðar á Íslandi. Sömu þróun mátti sjá í síðustu samanburðarskýrslu sem ESA gaf út, og halda Rannsóknar- og tæknisjóðir Rannís áfram að hljóta meirihluta styrkjanna.

Þrátt fyrir aukningu ríkisaðstoðar, er hlutfallið ennþá fremur lágt á Íslandi miðað við verga landsframleiðslu, og talsvert lægra en meðaltal ríkja Evrópusambandsins.

Í skýrslunni má lesa þrjár niðurstöður sem eiga við öll EES EFTA ríkin:

  • Öll ríkin hafa aukið útgjöld til ríkisaðstoðar.
  • Ríkisaðstoðin endurspeglar innlend stefnumið sem miðast að nýsköpun og grænu hagkerfi, sem er sameiginleg stefna allra 31 EES ríkjanna.
  • Nýting hópundanþága (GBER) er að aukast. Árið 2016 voru 95% allra nýrra tilkynninga um ríkisaðstoð hópundanþágur.

Page-3

Bakgrunnsupplýsingar:

Ríkisaðstoð felst í opinberum stuðningi við viðskiptastarfsemi. Hún getur verið í formi fjárstyrkja, skattaívilnana, hagstæðra lána, ábyrgða eða fjárfestinga sem ekki eru á markaðskjörum. 

Jöfn samkeppnisstaða fyrirtækja í Evrópu er eitt grundvallaratriði EES-samningsins. Til að koma í veg fyrir að opinberir fjármunir séu notaðir til að viðhalda verndarstefnu er meginreglan sú að ríkisaðstoð er óheimil. ESA framfylgir þessum reglum EES-samningsins en er samtímis eina stofnunin sem getur veitt undanþágur til ríkisaðstoðar. Viðurkennt er að ríkisaðstoð geti verið nauðsynleg til að standa vörð um innlend stefnumið, svo sem markmið um græn hagkerfi, stuðning við nýsköpun og til að tryggja að almannaþjónusta sé veitt. Hlutverk ESA er að yfirfara hvort áformuð ríkisaðstoð sé í samræmi við þær kröfur sem gera ber á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) svæðinu til að ríkisaðstoð teljist heimil og sé veitt án þess að skekkja samkeppnisskilyrði.  Að slíkum skilyrðum uppfylltum getur ESA veitt undanþágu. EES EFTA ríkjunum ber að tilkynna ríkisaðstoð til ESA fyrirfram til samþykkis nema ef verkefni sem nýtur opinbers styrks fellur undir reglugerðina um hópundanþágur (GBER).

Samanburðarskýrslan er birt árlega, og sýnir þróun ríkisaðstoðar í EES EFTA-ríkjunum sem og almennt á EES svæðinu.

Skýrsluna má finna hér.


Nánari upplýsingar veitir:
Anne Vestbakke
Samskiptastjóri
Sími: +32 2 286 18 66
Farsími: +32 490 57 63 53
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS